IcelandicIs

Vinnuvernd fyrir öryggistrúnaðarmenn, öryggisverði og vinnuverndarfulltrúa

ÖRUGG Verkfræðistofa er leiðandi í öryggismálum á Íslandi. Stofan leggur áherslu á skilvirk námskeið, sem byggjast á langri reynslu starfsfólks í kennslu og miðlun þekkingar á öllum sviðum öryggismála, brunavarna og vinnuverndar.

4.9 Stjörnur
75+ nemendur hafa lokið kennslu
Þú munt læra

  • Öryggis- og vinnuverndarstefna - menning vinnustaða
  • Tilgangur og markmið vinnuverndarstarfsins
  • Hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefndar, lög og reglur
  • Áhættumat starfa, áhættukennsl og matsaðferðir
  • Forvarnaáætlun – tillögur að úrbótum og EKKO -áætlun
  • Neyðaráætlun, skráning og tilkynning vinnuslysa og atvika
  • Innleiðing á markvissu vinnuverndarstarfi, innleiðing á áætlun um öryggi og heilbrigði
Megin svið
Áhættumat
Vinnuvernd
Nánari upplýsingar

Uppbygging og frekari upplýsingar

Kaflar námskeiðsins eru 11 talsins og áætla má að samtals taki um 3 klukkustundir að fara í gegnum allt efnið. 

Í lok þess kafla er boðið upp á að bóka Teamsfund þar sem hægt er að ræða við sérfræðinga ÖRUGG verkfræðistofu og fá leiðbeiningar, spyrja spurninga og fá ráðgjöf um næstu skref í starfi öryggisnefndarinnar. Sá tími nýtist vel fyrir alla, hvort sem verið er að byrja vinnuverndarstarf inn á vinnustöðum eða fyrir þá sem að lengra eru komnir en vilja fá aðstoð við að forgangsraða verkefnum öryggisnefndarinnar.

Námskeiðið er unnið í samstarfi við AVIA/Akademias.

Viðurkenning
Form námskeiðs
Netnámskeið
Sveigjanlegur tími
Lengd
3 klst
Erfiðleikastig
50%
Tungumál
Íslenska
Kostnaður
35.000 kr. á þátttakanda
Kennarar
Umsjónarfólk námskeiðsins
Instructors
Böðvar Tómasson
Reykjavík

Sérfræðingur í brunahönnun og áhættugreiningum

Gunnhildur Gísladóttir
Reykjavík

Vinnuvernd, iðjuþjálfi

Svava Jónsdóttir
Reykjavík

Vinnuvernd, hjúkrunarfræðingur

about the course

Verkefni öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða eru fjölbreytt og eiga þau að stuðla að framþróun og nýsköpun í vinnuumhverfi og menningu vinnustaða. Á námskeiðinu er farið vel yfir þessi hlutverk og  vinnustaðurinn aðstoðaður við að koma á markvissu vinnuverndarstarfi.

ÖRUGG verkfræðistofa leggur áherslu á skilvirkt námskeið, sem er byggt á vinnuverndarlögunum og þróað fyrir mismunandi starfsgreinar og stærð vinnustaða.

Verð námskeiðsins er 35.000 kr. á þátttakanda.

Starfsmenntasjóðir margra stéttarfélaga veita fyrirtækjastyrk vegna fræðslu og námskeiða ÖRUGG verkfræðistofu.

Umsagnir nemenda
75+ hafa þegar tekið námskeið ÖRUGG Verkfræðistofu
Aleksander
Póland

"Námskeiðið í vinnuvernd var mjög fræðandi og gagnlegt. Fyrirlestrarnir voru skýrir og hagnýtir, og ég fékk góða innsýn í mikilvægi öryggis á vinnustað. Mæli eindregið með því fyrir alla sem vilja bæta þekkingu sína á þessu sviði."

Mark
Úkraína

"Námskeiðið var bæði vandað og vel skipulagt. Það veitti mér dýpri skilning á öryggismálum og verkleg ráð til að tryggja betra vinnuumhverfi. Ég mæli með því fyrir alla sem bera ábyrgð á vinnuvernd."

Sveinn
Hafnarfjörður

"Námskeiðið var mjög gagnlegt og fræðandi. Efnið var skýrt útskýrt og auðvelt að tileinka sér. Ég tel mig nú betur í stakk búinn til að stuðla að öruggara vinnuumhverfi. Mæli með því fyrir alla starfsmenntun."

Algengar spurningar (FAQ):
Q :
Hvað er ÖRUGG verkfræðistofa?

ÖRUGG verkfræðistofa er leiðandi verkfræðistofa í öryggismálum á Íslandi. Stofan hefur á að skipa um 20 sérfræðingum á sviði öryggis, vinnuverndar, brunavarna, umhverfismála, vingreina og upplýsingalíkana byggingarhönnunar (BIM).

Q :
Er hægt að fá styrki frá stéttarfélögum?

Stéttarfélög bjóða upp á styrki fyrir flest námskeið ÖRUGG. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi hvað er í boði þegar kemur að námskeiðum.

Q :
Hvaðan koma kennarar?

Kennarar eru starfsfólk ÖRUGG verkfræðistofu, sem hafa langa reynslu af hönnun og ráðgjöf á viðkomandi sviði auk reynslu í kennslu og námskeiðshaldi.

Q :
Af hverju námskeið hjá ÖRUGG?

Námskeið ÖRUGG eru byggð upp með það að markmiði að þau nýtist sem best fyrir nemendann. Starfsólk miðlar af mikilli reynslu, sem nýtist beint í miðlun þekkingar.  

Q :
What is ÖRUGG Consulting Engineering?

Orugg community, the new community is geared towards more general discussion about subjects and careers, and anything else you're passionate about. You can connect with other learners outside individual courses without losing the connection after the course has finished.

Ertu með fleiri spurningar ?
Hafðu samband