Við hjá ÖRUGG verkfræðistofu höfum fengið mikið af fyrirspurnum um CE-merkingar ábrunahólfandi hurðum en eins og margir vita stóð til að gera kröfu um CE-merkingar á allar brunahólfandi hurðir frá og með 1. nóvember 2019 á grundvelli samhæfðs staðals ÍST EN 16034:2014 (e. Pedestrian doorsets, industrial, commercial, garage doors and windows - Product standard performance characteristics - Fire resistance and/or smoke control characteristics). Þegar dagsetningin rann upp tók CE-merking gildi fyrir útihurðir (EN 14351-1) og iðnaðahurðir, bílskúrshurðir og sambærilegar hurðir (EN 13241-1), en EKKI fyrir brunahólfandi innihurðir.
Þetta er vegna þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ekki auglýst gildistöku á ÍST EN 14351-2 sem samhæfðum framleiðslustaðli fyrir innihurðir, en CE-merkinguna á brunamótstöðu eftir ÍST EN 16034 þarf að gera samhliða almenna framleiðslustaðlinum ÍST EN 14351-2.
Meðan þetta ástand varir þarf þó að tryggja að brunahólfandi innihurðir uppfylli gildandi kröfur sem eiga við vörur sem ekki eru CE-merktarsbr. lög um byggingarvörur nr. 114/2014. Innflytjendur og framleiðendur á raðframleiddum brunahurðum þurfa þá að sækja um staðfestingu á nothæfi byggingarvöru til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Við lokaúttekt mannvirkja er ekki óeðlilegtað krafist sé staðfestingar á að brunahólfandi innihurðir hafi fengið staðfestingu um nothæfi frá HMS. Það getur verið mjög tímafrekt og óheppilegt að hafa ekki pappírana klára þegar brunahurðin er sett upp.
Flestir stórir framleiðendur eru að byggja sínar hurðir á EN 16034 og geta framvísað staðfestingum frá tilkynntum aðilum þess efnis. Þessir hurðarframleiðendur eru því tilbúnir undir CE-merkingu og bíða í raun bara eftir að staðallinn sem nefndur er hér að ofan verði auglýstur. Þessum fyrirtækjum nægir að framvísa flokkunarskýrslu fyrir sínar hurðatýpur (classification report) til HMS.
Framleiðendur sem byggja á eldri prófunum eða byggja vöru sína á hurðum sem ekki hafa verið prófaðar þurfa að leggja mun meira fram, enda hafa þeir ekki staðfestingu tilkynnts aðila.
Íslenskir framleiðendur, sem ekki stefna á CE-merkingu og hafa ekki prófað sína framleiðslu, geta því selt sínar hurðir áfram svo lengi sem þeir hafa gilda staðfestingu um nothæfi byggingarvöru frá HMS. Þetta gildir a.m.k. þar til krafa um CE-merkingu tekur gildi.
ÖRUGG verkfræðistofa býður fram aðstoð við að útbúa gögn um brunahæfni í samræmi við lög um byggingarvörur og kröfur HMS svo fyrirtækin sem hafa útrunnin framleiðsluleyfi geti endurnýjað leyfin.
Hvað varðar innfluttar brunahólfandi innihurðir sem byggja á eldri stöðlum og prófunum þá geta þeir líka skilað inn gögnum til HMS og sótt um staðfestingu á nothæfi byggingarvöru. Hér er þó mikilvægt að sjá hvernig hurðin er merkt og hvort brunaþolið er sett fram í samræmi við EN 13501 eða eftir allt öðrum kerfum. Hér þarf að taka til rétt gögn og svo flýta megi fyrir afgreiðslu HMS.
Mynd: Jonathan Petersson