VINDUR
Með vindgreingu er hægt að skapa skjólgóð svæði og fyrirbyggja óþægilegar vindaðstæður í nágrenni bygginga. ÖRUGG hermir vind með tölulegum straumfræðilíkönum (CFD) og metur áhrifa bygginga á staðbundið vindafar með því að útbúa notkunarkort sem sýnir hentugar athafnir fólks fyrir hvert svæði m.v. vindaðstæður. Vindgreining er notuð bæði á deiliskipulagsstigi og á hönnunarstigi til að aðstoða arkitekta, þróunaraðila og yfirvöld við að meta gæði svæða í kring og tryggja fyrirhugaða notkun þeirra. Starfsmaður ÖRUGG hefur mikla reynslu af vindgreiningum og CFD hermunum frá fyrri störfum í Bretlandi.
- Hermun á vindi (CFD)
- Vindgreining á deiliskipulagi
- Vindgreining á hönnunarstigi
- Þægindi og öryggi fólks umhverfis byggingar
- Gæði svæða í kringum bygggingar
- Notkunarkort með hentugum athöfnum
Vindgreining
Vindgreining felur í sér að greina samspil byggðar og vinds með hermun á vindflæði um skipulag. ÖRUGG hermir vind með tölulegum straumfræðilíkönum (CFD) og metur áhrif bygginga á staðbundið vindafar. Fyrirkomulag bygginga getur haft mikil áhrif á vindstyrk, bæði dregið úr vindhraða og magnað upp vind, allt eftir vindátt. Greining á tíðni vindhraða í skipulagi segir í framhaldinu til um hvort svæði séu skjólgóð eða opin fyrir vindum.
Vindvist
Vindvist lýsir gæðum byggðar og umhverfis m.t.t. staðbundins vindafars og áhrifum vinda á þægindi og öryggi fólks. Vindvist svæða í skipulagi er framsett með notkunarkortum fyrir hverja árstíð sem sýnir hentugar athafnir fólks m.v. tíðni vindhraða á hverju svæði fyrir sig. Góð vindvist í skipulagi er þegar umhverfið hentar til fyrirhugaðra nota og uppfyllir væntingar sem gerðar eru til svæðanna af hönnuðum og yfirvöldum, t.d. að almenningstorg og inngarðar nýtist til útisetu að sumri, að hægt sé að staldra stutt við á göngugötum að sumri til og að þar sé hægt að rölta rólega að vetri til.
Á skipulagsstigi
Vindgreining er oftast notuð á skipulagsstigi þegar hugað er að gæði byggðar, hvort sem er í deiliskipulagi eða í rammahluta aðalskipulags. Vindgreining getur verið til aðstoðar fyrir arkitekta, þróunaraðila og yfirvöld við að búa til byggð með góða vindvist þar sem umhverfið hentar til fyrirhugaðra nota og uppfyllir væntingar þeirra til bæði bygginga og almenningssvæða.
Á skipulagsstigi
Við gerð deiliskipulags er stundum lagðar kvaðir um að byggingu skuli hanna m.t.t. vinda eða gera skuli vindgreiningu ef slík greining hefur ekki verið gerð á skipulagsstigi. Þá er vindgreining notuð til að lágmarka vindáhrif frá stakri byggingu við lokahönnun með hermun á vindáttum og greiningu á vindvist.
Vindgreining er einnig gerð við útfærslur á almenningsrýmum á hönnunarstigi þar sem lagðar hafa verið til mótvægisaðgerðir á deiliskipulagsstigi án greiningar á lokaútfærslu þeirra.
Ef töluverðar breytingar verða á byggingu á hönnunarstigi getur þurft að gera vindgreiningu til að kanna hvort einhver áhrif verða á vindvist ef vindgreining hefur verið gerð fyrir deiliskipulagið.
Vindgreining er einnig gerð við útfærslur á almenningsrýmum á hönnunarstigi þar sem lagðar hafa verið til mótvægisaðgerðir á deiliskipulagsstigi án greiningar á lokaútfærslu þeirra.
Ef töluverðar breytingar verða á byggingu á hönnunarstigi getur þurft að gera vindgreiningu til að kanna hvort einhver áhrif verða á vindvist ef vindgreining hefur verið gerð fyrir deiliskipulagið.