ENGLISHEN
FÓLKSFJÖLDI

VIÐ ERUM ÖRUGG

VIÐ HÖNNUM FÓLKSÖRYGGI

FÓLKSFJÖLDI

Starfsmaður ÖRUGG verkfræðistofu hefur séð um rýmingar- og viðbragðsmál fyrir nær alla stórtónleika sem haldnir hafa verið á Íslandi á síðari árum; Ed Sheeran, Justin Bieber, Metallica, Guns N' Roses, Justin Timberlake, Rammstein og fjölmarga fleiri minni viðburði. Hönnun öryggis fyrir tónleika byggir á víðtækri þekkingu á bruna- og öryggismálum, viðbragðsáætlunum og áhættustjórnun.
  • Áhættumat og áhættustýring fyrir samkomur
  • Öryggisstjórnunarkerfi og hlutverkaskipting
  • Hönnun flóttaleiða og ákvörðun á hámarksfjölda
  • Rýmingarmyndir
  • Viðbragðsáætlanir
  • Öryggistæknilegar greiningar
  • Hönnun ytra öryggis og ákeyrsluvarna
  • Eftirlit og stjórnun öryggismála á samkomum
Öryggisáhættumat
Öryggisáhættumat er mikilvægur þáttur í stjórnun fjölmennra atburða. Í slíku mati eru greindar ógnir sem steðjað geta að fólki t.d. vegna slysa, elds eða ýmiskonar hættu frá öðru fólki. Varnir eru ákvarðaðar í samræmi við greininguna. Áhættumatið er hluti áhættustjórnunar atburða sem er nauðsynlegt til að tryggja öryggi fólks sem best. Slíkt mat leiðir einnig af sér betri upplifun gesta og starfsfólks og líkur á vel heppnuðum atburði. ÖRUGG hefur mjög víðtæka reynslu og þekkingu í gerð öryggisáhættumats og áhættustjórnunar og getur aðstoðað við stóra sem smáa atburði.
Rýmingargreiningar
Með hermunum á rýmingu bygginga í þrívíðum tölvulíkönum er hægt að hanna flóttaleiðir bygginga með skilvirkum hætti. Skýr mynd fæst af rýmingartíma, fólksflæði, myndun flöskuhálsa og fleiru þess háttar. Hægt er að samtvinna reykflæðiútreikninga og rýmingargreiningar, en þannig má sýna fram á öryggi við rýmingu með nákvæmum hætti. ÖRUGG býr yfir sérþekkingu á þessu sviði og nýtir til þess nýjustu þekkingu og hugbúnað sem völ er á.
Viðbragðs- og rýmingaráætlanir
Starfsmenn ÖRUGG búa yfir mikilli reynslu í gerð viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir ýmsar tegundir starfsemi s.s. hótel, verslunarmiðstöðvar, íþróttamiðstöðvar, skóla og ýmsa iðnaðarstarfsemi. Í viðbragðs- og rýmingaráætlun er allt ferlið skilgreint frá uppgötvun hættuástands þar til viðbragðsaðilar mæta á staðinn. Virkni brunatæknilegra kerfa er skilgreind, sem og hlutverk mismunandi aðila þannig að viðbrögð við hættuástandi séu fumlaus og áhættu haldið í lágmarki.