VINNUVERND
Atvinnutengd slys geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir hinn slasaða. Veikindi og fjarvera frá vinnu getur haft andleg og líkamleg áhrif á starfsfólk. Slíkt getur einnig haft í för með sér neikvæðar afleiðingar fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í tengslum við rekstrartafir, ásamt tapaðri afkomu og ímynd. Með því að innleiða og starfrækja sterka stjórnun á heilbrigðis- og öryggismálum starfsfólks er hægt að minnka eða eyða slíkri áhættu, auka vellíðan í starfi og ná fjárhagslegum ávinningi og betri ímynd. Auk þess mun það aðstoða hagsmunaðila við að uppfylla heilbrigðis- og öryggiskröfur alþjóðlega BREEAM vistvottunarkerfisins á byggingar- og notkunartíma. Hjá ÖRUGG starfa viðurkenndir sérfræðingar við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.
- Heilbrigðis- og öryggisáætlanir og þjálfun
- Áhættumat fyrir öll þrep framkvæmda
- Heilbrigðis- og öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 45001
- Öryggis verkgreiningar
- Öryggi í hönnun mannvirkja
- Skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs
- Viðurkennd námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði
- Áhættumat starfa og forvarnir
- Greiningar og stjórnun áhættu vegna hættulegra efna
- Rýni á lagalegum- og samningskröfum vinnuverndar
- Breytingarverkefni fyrir vinnustaðamenningu
- Rannsókn á tilvikum, næstum-því-slysum, og slysum
- Áætlanir fyrir fallvarnir, hífingar og val á búnaði
- Innri úttektir á vinnuverndarstarfsemi samkvæmt ISO 19011
- Vinnustaðaúttektir og úrbótaáætlanir
- Menning vinnustaða - Félagslegt vinnuumhverfi
- Líkamsbeiting og vellíðan