ENGLISHEN
Umhverfi

VIÐ ERUM ÖRUGG

VIÐ STYÐJUM UMHVERFIÐ

UMHVERFI

ÖRUGG verkfræðistofa er löggilt matsfyrirtæki fyrir vistvottunarstaðlana BREEAM nýbyggingar og BREEAM samfélag. Við bjóðum þjónustu á sviði umhverfismála og umhverfisvottana og alhliða ráðgjöf er varðar Svansvottun, umhverfisvottanir, umhverfisstjórnun, vistvæna hönnun og vistferilsgreiningar.

ÖRUGG hefur yfirgripsmikla reynslu af hönnunarverkefnum og framkvæmdum og er vistvæn hönnun ásamt umhverfisvottunum stór hluti af þeirri þjónustu. Við getum aðstoðað við vottunarferli BREEAM fyrir samfélög, nýbyggingar svo og byggingar í notkun ásamt öðrum umhverfisvottunum. Nýleg reynsludæmi eru: BREEAM vottunaraðili fyrir stækkun Stjórnarráðsins. BREEAM ráðgjafi fyrir Hálendismiðstöð Kerlingarfjöllum, Fjallaböðin Þjórsárdal og Gestastofa Þjórsárdal. Svansvottun fyrir Silfursmára 12. Samræming öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála við byggingu nýs Kársnesskóla, sem verður Svansvottaður.

Umhverfisstjórnun er mikilvægt stjórntæki við rekstur fyrirtækja til þess að vernda umhverfið gegn hugsanlegri mengun, lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og til að sýna góðan árangur í umhverfisvernd með því að birta frammistöðumælikvarða umhverfismála. Starfsmaður ÖRUGG verkfræðistofu hefur mikla reynslu í umhverfisstjórnun stórra og flókinna alþjóðlegra byggingarframkvæmda og framleiðslufyrirtækja. Þar má m.a. nefna “Grand Ethiopian Renaissance Dam” sem er stærsta virkjun sem hefur verið byggð í Afríku og mun verða sú sjöunda stærsta í heiminum. ÖRUGG getur því aðstoðað við að koma á fót, innleiða og starfrækja nauðsynlegar aðferðir til að vernda umhverfið.
  • Umhverfisáætlanir fyrirtækja og stofnana
  • Umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 14001
  • Innri úttektir umhverfisstjórnunar
  • Umhverfismat fyrir öll þrep framkvæmda
  • Vinnustaðaúttektir og útbótaáætlanir
  • Verkferlar er varða umhverfismál
  • Forvarnir vegna spilliefnaslysa og val á spilliefnavörnum
  • Viðbragðs- og neyðaráætlanir
  • Samfélagsábyrgð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
  • Innri úttektir á umhverfisstjórnun samkvæmt ISO 19001
  • Rýni á lagalegum kröfum og samningskröfum
  • Rannsóknir á umhverfisslysum
  • Þjálfun í umhverfismálum og rýni stjórnenda
  • Vistvæn brunahönnun
ISO 14001 og aðrar umhverfisvottanir
ÖRUGG aðstoðar við gerð umhverfisstjórnunarkerfis í samræmi við ISO 14001 ásamt því að geta aðstoðað við aðrar umhverfisvottanir, eins og BREEAM og Svaninn. Við innleiðingu á slíkum kerfum er mögulegt að innleiða samþætt kerfi, þ.e.a.s. umhverfis-, heilbrigðis- og öryggisstjórnunarkerfi. Það er margvíslegur ávinningur og sparnaður sem fæst við slíka samþættingu. Að hafa góða yfirsýn og stjórn á umhverfismálum í rekstri fyrirtækja og sveitarfélaga hefur sannað gildi sitt á undanförnum misserum. Þar má fyrst nefna ávinninga fyrir umhverfið, loftslagsbreytingar, sjálfbærni, og komandi kynslóðir, ásamt ávinningum við rekstur, t.d. minnkun rekstraráhættu, sparnað í rekstri, aukinni samfélagslegri ábyrgð og bættri ímynd.

Reynsla ÖRUGG Verkfræðistofu á þessu sviði tengist m.a. að öryggis- og umhverfiseftirliti við byggingu nýs Kársnesskóla, sem er í byggingu, og skal að framkvæmdum loknum hljóta Svansmerkið. Við þessa framkvæmd ber stofan ábyrgð á eftirliti með umhverfismálum á framkvæmdartíma, en í því sambandi eru gerðar sérstakar kröfur við Svansvottun, t.a.m. að uppfyllalagalegar kröfur og  að allur byggingarúrgangur skuli vera flokkaður og að lágmarki 60% úrgangs skal endurunninn.
Umhverfismat framkvæmda
Við umhverfismat framkvæmda þarf að meta og upplýsa um líkleg áhrif tiltekinna framkvæmda á umhverfið ásamt því að uppfylla lagalegar kröfur. Greina þarf heildar áhrif og meta vægi þeirra. Í framhaldinu þarf að skilgreina hvernig bregðast eigi við óæskilegum áhrifum á umhverfið. Nýta þarf niðurstöður umhverfismatsins við útfærslu og tæknilegar lausnir viðkomandi framkvæmdar.

ÖRUGG aðstoðar við heildrænt umhverfismat framkvæmda. Reynsla ÖRUGG Verkfræðistofu á þessu sviði tengist m.a. rekstri á heilbrigðis-, öryggis- og umhverfisstjórnunarkerfum við alþjóðlegar framkvæmdir ar sem miklar áherslur eru gerðar á stöðugar umbætur fyrir öryggis- og umhverfismál.  Sem dæmu um slíkar framkvæmdir eru:
·  Grand Ethiopian Renaissance Dam Project – Eþíópíu. Framkvæmdakostnaður > 5 billjón evra
·  Ingula Pumped Storage Scheme Project - Suður Afríku. Framkvæmdakostnaður: > 1.3 billjón evra
·  The Mozambique LNG Project – Mósambík (“Resettlement Village Construction Project” og “Pioneer Camp expansion in Mozambique”). Framkvæmdakostnaður: > 250 milljón evra
Spilliefnavarnir
Forvarnir gegn spilliefnum eru mikilvægar þar sem unnið er með hættuleg efni. Mikilvægt er að áhættugreina aðstæður og vera með áætlanir vegna spilliefnaslysa. Hluti af undirbúningi er val á spillefnavörnum og þjálfun starfsfólks. Meta þarf áhættu vegna notkunar og greina mögulegar afleiðingar.
ÖRUGG aðstoðar við alla ofangreinda þætti og býr yfir mikilli reynslu í gerð viðbragðsáætlana.
Vistvæn brunahönnun
Örugg eru sérfræðingar í brunahönnun vistvænna bygginga. Við beitum brunatæknilegum aðferðum til að meta heildræn áhrif við val á byggingarefnum m.t.t. brunavarna.

Með því að greina mismunandi valkosti og bera saman loftslagsáhrif og innihald hættulegra efna er hægt að velja sjálfbæra kosti í efnisvali. Brunatæknilegarlausnir, sem sýnt er fram á í brunahönnun geta gert aukna notkun á vistvænum lífrænumefnum mögulega.

ÖRUGG getur aðstoðað við að meta möguleika í endunýtingu brunavarna, t.d. notkun á eldri brunahurðum og burðarvirkum. VIð búum yfir sérhæfðum hugbúnaði og reynslu þegar þörf á sérstökum brunatæknilegum greiningum.

Úttektir á vinnustöðum
ÖRUGG tekur að sér að gera úttektir á umhverfismálum vinnustaða, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök. Úttektir vegna byggingaframkvæmda eru einnig vaxandi þáttur, sem ÖRUGG getur aðstoðað við. ÖRUGG býr að þeirri þekkingu og reynslu að geta framkvæmt þessar úttektir í samræmi við alþjóðlegu staðlana ISO 19001 og ISO 14001.

ÖRUGG Verkfræðistofa hefur umfangsmikla alþjóðlega og innlenda reynslu í að koma inn í verkefni og/eða fyrirtæki með það að markmiði að greina stöðuna á umhverfismálum, lagalegum kröfum, öðrum kröfum (t.d. samningar eða alþjóðlegir staðlar) og að setja fram umbótaáætlanir. VIð vinnum með viðskiptavinum við að ná settum markmiðum sem passar við viðskiptamódeli þeirra.
Samfélagsábyrgð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Samfélagsábyrgð tekur mið af því að sýna fram á jákvæð áhrif fyrir samfélagið, umhverfið og fólk. Þessu má t.d. ná fram með því að setja á fót og innleiða stefnur í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í samræmi við tegund og rekstur fyrirtækja. Með þessu móti er t.d. mögulegt að sýna fram á árangur með lykiltölum í alþjóðlegu samhengi sem tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Örugg verkfræðistofa hefur alþjóðlega reynslu í þessu sambandi og er nærtækasta dæmið „Grand Ethiopian Renaissance DamProject – Eþíópíu“