UMHVERFI
ÖRUGG verkfræðistofa er löggilt matsfyrirtæki fyrir vistvottunarstaðlana BREEAM nýbyggingar og BREEAM samfélag. Við bjóðum þjónustu á sviði umhverfismála og umhverfisvottana og alhliða ráðgjöf er varðar Svansvottun, umhverfisvottanir, umhverfisstjórnun, vistvæna hönnun og vistferilsgreiningar.
ÖRUGG hefur yfirgripsmikla reynslu af hönnunarverkefnum og framkvæmdum og er vistvæn hönnun ásamt umhverfisvottunum stór hluti af þeirri þjónustu. Við getum aðstoðað við vottunarferli BREEAM fyrir samfélög, nýbyggingar svo og byggingar í notkun ásamt öðrum umhverfisvottunum. Nýleg reynsludæmi eru: BREEAM vottunaraðili fyrir stækkun Stjórnarráðsins. BREEAM ráðgjafi fyrir Hálendismiðstöð Kerlingarfjöllum, Fjallaböðin Þjórsárdal og Gestastofa Þjórsárdal. Svansvottun fyrir Silfursmára 12. Samræming öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála við byggingu nýs Kársnesskóla, sem verður Svansvottaður.
Umhverfisstjórnun er mikilvægt stjórntæki við rekstur fyrirtækja til þess að vernda umhverfið gegn hugsanlegri mengun, lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og til að sýna góðan árangur í umhverfisvernd með því að birta frammistöðumælikvarða umhverfismála. Starfsmaður ÖRUGG verkfræðistofu hefur mikla reynslu í umhverfisstjórnun stórra og flókinna alþjóðlegra byggingarframkvæmda og framleiðslufyrirtækja. Þar má m.a. nefna “Grand Ethiopian Renaissance Dam” sem er stærsta virkjun sem hefur verið byggð í Afríku og mun verða sú sjöunda stærsta í heiminum. ÖRUGG getur því aðstoðað við að koma á fót, innleiða og starfrækja nauðsynlegar aðferðir til að vernda umhverfið.
- Umhverfisáætlanir fyrirtækja og stofnana
- Umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 14001
- Innri úttektir umhverfisstjórnunar
- Umhverfismat fyrir öll þrep framkvæmda
- Vinnustaðaúttektir og útbótaáætlanir
- Verkferlar er varða umhverfismál
- Forvarnir vegna spilliefnaslysa og val á spilliefnavörnum
- Viðbragðs- og neyðaráætlanir
- Samfélagsábyrgð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
- Innri úttektir á umhverfisstjórnun samkvæmt ISO 19001
- Rýni á lagalegum kröfum og samningskröfum
- Rannsóknir á umhverfisslysum
- Þjálfun í umhverfismálum og rýni stjórnenda
- Vistvæn brunahönnun