ENGLISHEN
frettir

Alhliða þjónustuaðili í vinnuvernd, öryggis- og heilbrigðismálum

ÖRUGG Verkfræðistofa er mikil ánægja að geta veitt viðskiptavinum sínum heildstæða þjónustu á sviðum vinnuverndar, öryggis-, og heilbrigðismálum á vinnustöðum. Það er gert með öflugu teymi sérfræðinga sem hlotið hafa viðurkenningu Vinnueftirlits á sínum sérsviðum.

ÖRUGG Verkfræðistofa er því eina verkfræðistofan sem getur veitt heildstæða þjónustu án þess að vera með þjónustusamning við utanaðkomandi aðila.  

Vinnuverndarteymi ÖRUGG Verkfræðistofu:

Nafn                                Sérsvið vinnuverndar

Birgir Guðbrandsson - Vélar og tæki

Böðvar Tómasson - Umhverfisþættir, efni og efnaáhættur

Gunnhildur Gísladóttir - Hreyfi- og stoðkerfi

Leó Sigurðsson - Umhverfisþættir, efni og efnaáhættur

Svava Jónsdóttir - Félagslegt vinnuumhverfi

Reynsla sérfræðinga ÖRUGG á sviðum vinnuverndar, öryggis- og heilbrigðismála, áhættustjórnunar ásamt neyðar- og viðbragðsáætlana spannar yfir 100 ár ásamt alþjóðlegri og innlendri reynslu við meiriháttar framkvæmdir, hönnun bygginga og annarra mannvirkja ásamt þjónustu við stofnanir og heilbrigðisstofnanir.

ÖRUGG bíður upp á fjölmargar sérsniðnar lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir þegar kemur að setja á fót og innleiða öryggis- og heilbrigðisáætlanir, áhættumat starfa, tækja og efna, ásamt sértækra öryggisverklagsreglna, eins og logaleyfi, vinna í hæð og lokuð rými.

ÖRUGG hefur til taks heildarlausn fyrir þjálfunaráætlanir vinnuverndar sérsniðin þörfum viðskiptavina og kemur á staðinn með allan nauðsynlegan búnað, sjá myndir. Námskeiðin sem boðið er upp á fylgja ströngu gæðaeftirliti og eru ávallt sett upp samkvæmt fyrirskrifaðri áætlun sem inniheldur: Lýsingu á námskeiði og aðferð, mat á skilningi þátttakenda og endurgjöf þátttakenda á námskeiði.

Eftirfarandi námskeið er boðið upp á, allt frá grunnþjálfun upp í sérhæfða þjálfun:

- Grunnnámskeið öryggis, heilbrigðis- og umhverfismála (ÖHU) byggingarvinnustaða og/eða framleiðslufyrirtækja.

- Námskeið fyrir öryggisverði- og trúnaðarmenn vinnustaða.

- Áhættumat og áhættustjórnun

- Að setja upp og innleiða öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 45001

- Sprengifimt andrúmsloft

- Vinna í hæð

- Logaleyfi

- Lokuð rými

- Samskiptastefna og viðbragðsáætlun við einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað

- Líkamsbeiting og rétt hönnun/uppsetning vinnustaða

Starfmaður ÖRUGG skýrir út notkun hlífðarfatnaðar