Dagur verkfræðinnar var haldinn á Hótel Hilton föstudaginn 17. nóvember. Á dagskránni var erindi ÖRUGG verkfræðistofu: "Öryggi í hönnun".
Öryggi í hönnun er markviss nálgun við að greina og stjórna áhættu á hönnunarstigi verkefnis eða ferlis. Mikilvægt er að taka öryggisráðstafanir inn í hönnun mannvirkja, búnaðar og ferla til að fyrirbyggja slys, tjón og draga úr alvarleika atvika sem geta átt sér stað t.d. í byggingarframkvæmd, framleiðsluferlum eða rekstri mannvirkja. Kynnt var aðferðarfræði og dæmi um slíka nálgun á hönnunarstigi, sem verður að teljast nýbreytni á íslenskum markaði.
Nálgastmá upptöku af erindinu hér (Fyrirlestur nr. 2 eftir u.þ.b. 28 mínútur):
https://www.vfi.is/um-vfi/frettir/dagur-verkfraedinnar-streymi-2
ÖRUGG verkfræðistofa hefur það markmið að auka öryggi á öllum sviðum framkvæmda og reksturs, og hvað varðar vinnuvernd er víða pottur brotinn.