Við hjá ÖRUGG verkfræðistofu leggjum okkur fram við að vinna verk okkar meðmetnað og gæði í forgrunni. Við erum stolt af því að hafa byggt upp skilvirkt gæðastjórnunarkerfi sem er nauðsynlegt tól til að tryggja að við uppfyllum markmið okkar um hæstu gæði í allri okkar vinnu. Gæðakerfið er byggt upp með ISO 9001 til hliðsjónar, það er tekið út og virkniskoðað af Frumherja fyrir hönd HMS og hefur nú hlotið fullnaðarskráningu þaðan.
Með skilvirku gæðakerfi erum við viss um að við séum að veita fyrsta flokksþjónustu á öllum sviðum. Skýrir verkferlar auðvelda okkur að vinna verkefni okkar á skilvirkan og hagkvæman hátt án þess að draga úr öryggi. Markmiðið er alltaf að fylgja eftir þörfum markaðarins og bjóða framsæknar lausnir.
Lögð er áhersla á að gæðakerfið sé í fullri virkni og er nýjum starfsmönnum kynnt það við upphaf starfs. Gæðastjóri ÖRUGG fylgist með því að unnið sé eftir gæðakerfinu og að gæðahandbók sé yfirfarin og uppfærð reglulega.
Gæðakerfinu er ætlað að tryggja að vörur og þjónusta uppfylli væntingar og kröfur viðskiptavina sem og aðrar kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum.
Silvá Kjærnested er gæðastjóri ÖRUGG verkfræðistofu.