ENGLISHEN
frettir

Grænir iðngarðar í Helguvík

ÖRUGG verkfræðistofa sér um brunahönnun Grænna iðngarða sem rísa nú í Helguvík á Reykjanesi. Mannvirkin sem um ræðir áttu upphaflega að hýsa álver en hafa staðið auð og ónotuð um árabil. Húsnæðið er um 28.000 m2 og þar er gert ráð fyrir ýmiskonar starfsemi bæði stærri og smærri fyrirtækja í rannsóknum og þróun, framleiðslu, ylrækt eða eldi sem dæmi.

Í brunahönnun þarf að tryggja að öryggi fólks, eigna og rekstrar sé eins og best verður ákosið. Á sama tíma þarf að tryggja að auðvelt sé að aðlaga húsnæðið að mismunandi starfsemi, þ.a. öryggi sé ávallt tryggt en jafnframt þarf að vera auðvelt að skipta mannvirkjunum upp í stærri og smærri einingar og setja þar inn ólíka starfsemi sem fela í sér mismunandi brunahættu. Verður þar m.a. notast við nýjustu aðferðir og hugbúnað til greiningar á reykflæði og hitastigi í bruna auk greiningar á brunamótstöðu burðarvirkja.

Hér að neðan má sjá dæmi um niðurstöðu útreikninga á hitastigi í stálvirki, til bestunar á eldvörn.

Hitastig í stálbita

Mesta hitastig úr útreikningum

THG sjá um arkitektahönnun verkefnisins. Hægt er að kynna sér starfsemi Grænna iðngarða nánar á heimasíðu þeirra hér: www.icelandecobusinesspark.is