Við hjá ÖRUGG verkfræðistofu erum gríðarlega stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2024. Við erum á meðal 2% fyrirtækja á Íslandi sem uppfylla ströng skilyrði greiningar fyrirtækisins, en að þessu sinni voru yfir 1.100 fyrirtæki á listanum. Creditinfo hefur veitt þessa viðurkenningu í 15 ár til íslenskra fyrirtækja sem sýna framúrskarandi árangur og stöðugleika.
Til að hljóta slíka viðurkenningu þarf fyrirtæki að byggja rekstur sinn á traustum grunni og stuðla að jákvæðum áhrifum fyrir samfélagið, auk þess að uppfylla ströng skilyrði um stöðugleika, sjálfbærni og nýsköpun. Við erum þakklát og full þakklætis, en fyrst og fremst er það okkar framúrskarandi starfsfólk, sem gerir það kleift að ná þessum árangri.