Bransadagurinn 2025 var haldinn í annað sinn 6. janúar síðast liðinn. Dagurinn er ráðstefna tæknifólks, þar sem fjallað er um tækni, búnað, stjórnun viðburða og fjölmargt annað. Að deginum stóðu Félag tæknifólks, Rafmennt og Harpa. Á ráðstefnuna mættu ríflega 300 manns og erindi voru í allt 21. Í þeim hópi voru nokkrir erlendir fyrirlesarar, en í heildina voru fyrirlestrarnir voru afar vel sóttir. Ingi Bekk verkefnastjóri hjá Rafmennt og Andri Guðmundsson tæknistjóri í Hörpu önnuðust framkvæmd og dagskrárstjórn Bransadagsins.
Einn af dagskrárliðunum Bransadagsins voru pallborðsumræður um öryggi í bransanum. Í pallborði sátu þingmaðurinn Víðir Reynisson, sviðs- og viðburðarstjórinn Máni Huginsson, Þór Pálsson frá Rafmennt, Ólafur Ástgeirsson frá Iðunni, Axel Pétursson frá Vinnueftirlitinu og Böðvar Tómasson frá ÖRUGG verkfræðistofu. Liðlega 100 manns sátu fundinn þar sem fóru fram góðar umræður um þetta mikilvæga málefni í starfi þessa bransa. Á fundinum var meðal annars rætt um mikilvægi þess að leggja drög að handbók um öryggismál í sviðslistum. Fundurinn samþykkti að hefja undirbúning þessarar vinnu.
Myndir frá www.taeknifolk.is