Hinn 1. ágúst var Halla Tómasdóttir sett inn í embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn. Viðburðurinn krafðist gaumgæfilegs undirbúnings og var ÖRUGG verkfræðistofu treyst fyrir greiningu á fólksfjölda- og rýmingarmálum vegna mannfjöldans.
Embættistakan hófst með helgistund í Dómkirkjunni en að henni lokinni var gengið til athafnar í Alþingishúsinu. Þar svarði Halla Tómasdóttir drengskapareið að stjórnarskránni og var sett í embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn. Forseti gekk að því loknu fram á svalir Alþingishússins og minntist fósturjarðarinnar.
Gestum var boðið til sætis í Smiðju, nýju og glæsilegu funda- og skrifstofuhúsnæði Alþingis, og var innsetningin ekki síður vegleg fyrir vikið. Böðvar Tómasson, stofnandi og framkvæmdastjóri ÖRUGG, sá um hönnun eldvarnar- og öryggismála fyrir bygginguna. Smiðja er bylting í aðstöðu alþingis og setur ný viðmið í öryggismálum. Arkitektar eru Studio Granda.