ENGLISHEN

BIM sérfræðingur

ÖRUGG verkfræðistofa leitar að öflugum BIM sérfræðing til starfa. Viðkomandi mun annast gerð BIM kröfulýsinga og aðgerðaáætlana verkefna, sinna þverfaglegri samræmingu og gæðaprófunum byggingarlíkana og koma að þróun stafrænna ferla byggingarverkefna.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði verkfræði, byggingarfræði, tækniteiknunar eða arkitektúrs
  • Gott vald á samræmingarhugbúnaði og reynsla af uppsetningu og vinnu í miðlægu gagnaumhverfi byggingarverkefna
  • Skilningur á ferli byggingarframkvæmda frá hönnun til reksturs
  • Þekking á alþjóðlegum BIM stöðlum og þeim leiðbeiningum sem BIM Ísland mælir með.
  • Reynsla af hönnun og vinnu í BIM umhverfi mikill kostur
  • Reynsla af notkun Dynamo er kostur
  • Metnaður og frumkvæði til að bæta verklag
  • Góð samskiptahæfni í máli og riti
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum

Fríðindi:

  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Fjölskylduvænn vinnustaður
  • Möguleiki að vinna frá skrifstofu eða í fjarvinnu
  • Góð tækifæri til framþróunar í starfi
Hjá ÖRUGG verkfræðistofu starfa um 16 manns við bruna- og öryggishönnun, BIM stjórnun, vindgreiningar og umhverfis- og vinnuvernd. ÖRUGG verkfræðistofa er til húsa í Kringlunni 7 í Reykjavík – Húsi verslunarinnar.

Ef starfið heillar þig og þú vilt koma til liðs við ÖRUGG verkfræðistofu skaltu ekki hika við að sækja um. Umsókn og ferilskrá, auk kynningarbréfs um umsækjanda berist ÖRUGG verkfræðistofu fyrir lok 15. september. Við tökum vel á móti öllum umsóknum, sem verður svarað og þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Frekari upplýsingar um störfin má nálgast hjá Böðvari Tómassyni,  bodvar@oruggverk.is og Elvari Inga Jóhannessyni, elvar@oruggverk.is

Deila á:
Svæði:

ÍSLAND

Tegund:

Fastráðning

Starfshlutfall:

Fullt starf

Staðsetning:

Landið allt

Umsóknarfrestur:

15. september 2023

Höfuðstöðvar:

KRINGLAN 7, REYKJAVIK