Ef þú hefur áhuga á að stuðla að sjálfbæru samfélagi og brennandi áhuga á öllu sem tengist sjálfbærri þróun í hönnun og mannvirkjagerð, þá er ÖRUGG að leita að þér. ÖRUGG Verkfræðistofa veitir m.a. þjónustu og sérfræðiráðgjöf fyrir umhverfisvottun bygginga, samfélaga og rekstur fyrirtækja. ÖRUGG verkfræðistofa leitar nú að metnaðarfullum leiðtogum til að taka þátt í frekari uppbyggingu sérfræðiþjónustu fyrir sjálfbærni í einu af öflugasta öryggisteymi landsins.
Hér er um að ræða frábært tækifæri til að vinna með reyndustu sérfræðingum landsins í öryggis- og umhverfismálum, og að öðlast frekari sértækri þjálfun í þeim efnum.
Hjá ÖRUGG verkfræðistofu starfa um 16 manns við bruna- og öryggishönnun, BIM stjórnun, vindgreiningar og umhverfis- og vinnuvernd. ÖRUGG verkfræðistofa er til húsa í Kringlunni 7 í Reykjavík – Húsi verslunarinnar.
Ef starfið heillar þig og þú vilt koma til liðs við ÖRUGG verkfræðistofu skaltu ekki hika við að sækja um. Umsókn og ferilskrá, auk kynningarbréfs um umsækjanda berist ÖRUGG verkfræðistofu fyrir lok 15. september. Við tökum vel á móti öllum umsóknum, sem verður svarað og þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Frekari upplýsingar um störfin má nálgast hjá Böðvari Tómassyni bodvar@oruggverk.is.
Reykjavík
Fastráðning
Fullt starf
Landið allt
15. september
KRINGLAN 7, REYKJAVIK